Umgengni í Bolaöldu

Eftir kvöldið í kvöld get ég ekki orða bundist. Umgengnin í húsinu í Bolaöldu er slík eftir suma dagana að manni fallast hendur. Í kvöld var búningsaðstaðan ein drullufor og sandur og drasl út um allt. Samlokubréf, hálftómar gosflöskur, klósettpappír og annað drasl hvert sem litið var. Á bílastæðinu voru bananahýði, flöskur, appelsínubörkur, notaðir gúmmíhanskar og ég veit ekki hvað! Við erum með starfsmann í fullu starfi við að halda svæðinu  góðu og verkefnin fyrir hann eru óendanleg. Það er ekki á það bætandi fyrir hann eða okkur hina í stjórninni að þurfa að týna drasl upp af svæðinu og þrífa húsið hátt og lágt eftir alla hina. Það er algjörlega lágmarks kurteisi að þeir sem koma inn á svæðið og nýta aðstöðuna komi amk. draslinu sínu í ruslatunnurnar og reyni jafnvel að sópa upp eftir sig mesta skítinn. Það vill enginn stíga í bananahýði á bílastæðinu eða sitja í bleytu/sand og samlokupokahaug við að skipta um föt. Það er minnsta mál að halda aðstöðunni snyrtilegri ef við hjálpumst að og göngum sæmilega um húsið og umhverfið – ÖLL SEM EITT!
Bestu kveðjur, Hrafnkell Sigtryggsson formaður VÍK


Skildu eftir svar