Göngur og réttir

Athygli ykkar er vakin á því að öll sumarbeitilönd sauðfjár hér á SV-landi
eru smöluð um næstu helgi, einkum laugardag og sunnudag 20.-21. september og
aftur tveim vikum síðar (seinni leit), 4.-5. október. Fjárbændur hafa beðið
okkur að koma þeim skilaboðum til ykkar motocrossfólks, og annarra á vélfákum
hverskonar, að vera alls ekki á ferðinni á þessum svæðum þessa daga vegna hættu
á truflunum við smalamennskur sem dæmin sýna að að geta orðið. Einkum eru það
beitarsvæðin á Mosfellsheiði,á Hellisheiði,á Hengilssvæðinu og í
Grafningsfjöllum og einnig er smalað í Selvogshólfi og Grindavíkurhólfi, þar með
í Krísuvík, þar sem sama á við.

Kærar kveðjur,

Ólafur R. Dýrmundsson
Bændasamtökum Íslands


Skildu eftir svar