Nýja Honda CRF 450 hjólið var kynnt í vikunni í USA. Hjólið er nýtt frá toppi til táar og einungis 5 vörunúmer þau sömu á milli ára. Ein helsta nýjungin er bein innspýting sem hefur heitasta umræðuefnið uppá síðkastið en eins og áður sagði er allt nýtt í hjólinu og fyrst rekur maður augun í pústkerfið sem kemur vinstra megin útúr vélinni og fer því mun minna fyrir því aftar á hjólinu. Einnig er hjólið um 2 kg léttara en í fyrra.
Listi yfir breytingar (ekki tæmandi)
- Ný vél, fyrirferðarminni og léttari en áður
- Ný tölvustýrð bein innspýting
- Nýr ádrepari með skjá sem sýnir ástand innspýtingarinnar
- Nýtt pústkerfi
- Ný fjöðrun frá KYB að framan og aftan
- Ný grind
- Nýr lengri afturgaffall
- Nýtt plast (rautt og hvítt)
- Nýtt sæti
- Nýjir bremsudiskar
- Ný dekk
- Gamalt stýri
- Gamlar bremsudælur
Nánari upplýsingar hér