VÍK býður Slóðavini velkomna í Bolaöldu á laugardaginn

Ferða og útivistarfélagið Slóðavinir ætla að standa fyrir skemmtilegum fjölskyldudegi laugardaginn 6. september á svæði Vélhjólaíþróttafélagsins VÍK í Bolaöldu (gegnt Litlu-Kaffistofunni). Félagsmenn og allir aðrir velunnarar eru velkomnir.

Svæðið við Bolaöldu hefur upp á margt að bjóða fyrir ökumenn mótorhjóla, byrjendur sem lengra komna, og því ættu allir að geta fundið eitthvað að gera við sitt hæfi, hvort sem tekið er þátt í dagskrá félagsins, eða farið í stuttan túr um svæðið og endað í grillveislu ársins.

Upplýsingar um Bolaöldu má finna á vef VÍK, www.motocross.is (kort af slóðum svæðisins, loftmynd af brautunum – stóra mótókross brautin fjærst)

Dagskrá:

12:00 Mæting

13:00 Tímaleikur í endúróbraut hefst.
 Ætlað 8 ára og eldri, byrjendum sem lengra komnum, og fjórhjólum jafnt sem tvíhjólum.  Leikurinn gengur út á að hjóla tiltekin fjölda hringja á sem jöfnustum tíma (ATH. ekki stystum tíma). Sá sem hefur minnsta frávikið frá meðaltalinu ber sigur úr bítum.Nánari leikreglur verða kynntar á staðnum. Leikurinn er í gangi til 15:00.

13:30-14:00 Spilaleikur.
Ætlað börnum og unglingum og fer fram í litlu mótókross brautinni og byrjendabrautinni. Leyfileg stærð hjóla er að hámarki 85 kúbika tvígengis og 200 kúbika fjórgengis. Leikreglur verða kynntar börnunum rétt fyrir 13:30 við brautirnar.

15:00 Jósepsdals-ferð – ætlað öllum áhugasömum.

16:00 Grill-veisla og verðlauna-afhending.

Tímaleikur og Spilaleikur eru leikir og því eru þetta ekki keppnir sem ganga út á að hjóla sem hraðast, heldur eru önnur markmið í gildi, sem henta öllum.  Leikreglur verða kynntar seinna.

Léttar "trial" þrautir verða á milli barna-brautanna, sem allir geta spreytt sig á yfir daginn.

Litla mótókross brautin og byrjendabrautin verða opin

Grill-veisla í boði Slóðavina og vegleg verðlaun verða veitt fyrir leikina.

Stóra mótókross-brautin verður opin, en greiða þarf sérstaklega fyrir afnot af henni. Dagpassar fást í Litlu kaffistofunni og hjá Olís í Norðlingaholti.  Sjá nánar á www.motocross.is.

Virðum reglur staðarins:
"Athugið að akstur og allt spól er stranglega bannað á bílastæðunum og annars staðar á svæðum sem verið er að slétta. Sama á við um veginn fram hjá bílastæðunum en þar er 30 km hámarkshraði."

 Mætið með góða skapið og skemmtum okkur saman.

Skildu eftir svar