Púkakrossið 2008

Jæja þá er þetta fína púkasumar á enda. Vil þakka fyrir mig, þakka Kela í VÍK fyrir að vera opinn fyrir 50 og 65cc flokkunum og hinum foreldrunum sem gerðu krakka-æfinga-mót sumarsins að veruleika. Sjálfboðavinna foreldra er undirstaða undir að skapa ævintýri fyrir krakkana. Þetta gekk allt vel, hellings race á köflum en öryggið samt á oddinum. Þetta eru framtíðarökumenn okkar.
Í þessu sporti fer auðvitað mest fyrir stærri flokkunum en nauðsynlegt er að sinna vel þessum yngstu – byggja þau upp. Það hefur komið mér á óvart

hversu metnaðarfull krakkarnir eru og vilja ólm fá að spreyta sig sem
mest. Ég held að æfingamót af og til hjálpi bæði til að viðhalda
áhuganum hjá krökkunum og einnig að þau læri margt nýtt (innan vallar
sem utan). Það er von mín að stofna megi formlegt “foreldraráð” þar
sem 2-3 fullorðnir geti tekið að sér að halda utan um æfingar og
æfinga-mót krakkana á næsta ári. Ég held að slíkt ætti að vera undir
hatti VÍK eða annars félags. Gaman væri að fá viðbrögð við því hér.
Persónulega skal ég gefa kost á mér til að halda utan um 50 & 65cc
flokkinn ef áhugi er, en ekki sakar að hafa einhverja með sér til að
skipuleggja dæmið. Það er margt gott sem má undirbúa fyrir næsta
sumar. Í vetur væri líka gaman að halda æfingar innanhúss, ef aðstaðan
nær að opna í Keflavík sem nú er í farvatninu.

Annars vil ég fyrst og fremst þakka öllum púkunum sem hafa mætt. Þið eruð laaaangflottust.

Kveðja
Þórir4

Myndin er frá síðasta æfingamóti sumarsins sem fram fór í snjó og
drullu. Ef einhver lumar á myndum væri gaman að sjá þær á netinu.


Skildu eftir svar