Kreppukeppni í Þorlákshöfn

Ungmennafélagið ÞÓR / vélhjóladeild stendur fyrir motocross bikarmóti í Þorlákshöfn laugardaginn 29.11. Keppt verður í 85cc flokki, kvennaflokki, unglingaflokki, B-flokki, +40 ára flokki og MX Open. Opnað hefur verið fyrir skráningu á www.msisport.is.

Keppnin ber nafnið „Kreppukeppni“ og vill félagið í Þorlákshöfn létta hjólamönnum og -konum lundina en keppnisgjaldið er aðeins 2.000 kr. Notast verður við tímatökubúnað MSÍ þannig að allir keppendur þurfa að mæta með tímatökusenda. Nánari dagskrá mun birtast eftir helgi en mikil spenningur er fyrir keppninni enda um mjög skemmtilega keppnisbraut að ræða.

4 hugrenningar um “Kreppukeppni í Þorlákshöfn”

  1. Hverjir ætla? Verður þetta ekki með ævintýralegum ólíkindum??

    Veit einhver hvort sé betra að nota tear-off eða roll-off í snjókomu? 😉

  2. Tímatökusendarnir fást leigðir í Nítró fyrir þá sem eiga ekki senda og eru á krepputilboði hjá Ragga á 2000 kr.

Skildu eftir svar