Kreppukeppnin

Kreppukeppnin fór fram í blíðskaparveðri í Þorlákshöfn í dag. Reyndar var þetta eiginlega bliðskapa-rgluggaveður því það var um 20 stiga frost þegar vindkælingin var tekin með. Þorlákshafnarmenn létu þetta ekkert á sig fá og brautin þeirra var í góðu standi, hörð og nánast klakalaus. Keppendur mættu vel búnir til leiks með lúffur og andlitsgrímur. Menn og konur sýndu að ekkert mál er að búa hér á hjara veraldar.

Þakka ber skipuleggjendum keppninnar fyrir framtakið og skemmtilegt að sjá að menn nenni að standa í þessu yfir háveturinn. Ekki skemmdi fyrir stemmningunni að það voru sérsmíðaðir verðlaunagripir fyrir alla sem komust á verðlaunapall auk þess sem þeir fengu roð- og beinlaus ýsuflök og sigurvegarar kassa af humri.

Atli #669 vann Opna flokkinn og Valdi #270 varð í öðru sæti…nánari úrslit og myndir á eftir.

9 hugrenningar um “Kreppukeppnin”

  1. Takk fyrir frábæran dag í nístingskulda, góð mynd af puttunum á mér eða er þetta af verðlaunagripnum.
    Hérna eru úrslitin.
    85cc 1. Guðmundur Kort.
    2. Guðbjartur Magnússon.
    3. Jóhannes Ólafsson.
    Kvennaflokkur.
    1. Einey Ösp Gunnarsdóttir.
    2. Helga Valdís Björnsdóttir.
    3. Karen Arnardóttir.
    Unglingaflokkur.
    1. Hákon Andrason.
    2. Friðrik Freyr Friðriksson.
    3. Friðgeir Óli Guðnason.
    B-flokkur bara vera með flokkur.
    1. Guðmundur Gunnarsson.
    2. Gylfi #90.
    3. Jón Þór Jónsson.
    40+ flokkur.
    1. Sigurður Hjartar Magnússon.
    2. Hrafnkell Sigtryggsson.
    3. Guðmundur Guðmundsson.
    Mx open.
    1. Atli Már Guðnason.
    2. Valdimar Þórðarson.
    3. Gunnlaugur Karlsson.

    Kv. Sindri Þorlákshöfn

  2. Mótshaldarar eiga svo sannarlega hrós skilið að keyra keppnina í gegn, þrátt fyrir tiltörulega „fáa“ keppendur! …flott verðlaun!!

  3. Þetta var flott keppni, og keppendur ótrúlegar hetjur að keppa í þessum kulda, og flaggarar .. halló .. ótrúlegt fólk og eiga mikið hróss skilið .. og alltaf nóg af þeim í brautinni … horfði á keppnina .. en inni í bíll allan tíman og miðstöð á fullu .. glæsileg keppni..

  4. Frábær keppni, virkilega vel að þessu staðið og vinningarnir settu ný viðmið fyrir aðra mótshaldara, alveg geggjað. Er ennþá skælbrosandi eins og mongólíti.

  5. Já sammála, mótshaldarar fá sérstakt hrós, bráðskemmtileg keppni og viðeigandi verðlaun.

    Langar líka að benda fólki á að spá aðeins í það hvað það var sett gríðarleg vinna í brautina fyrir keppnina. Gríðarlega flott hjá þeim í Þorlákshöfn!!

    Takk fyrir okkur.
    Óli G.

Skildu eftir svar