Haraldur Örn Haraldsson vakti eftirtekt í sumar fyrir góðan árangur í 85cc flokknum og einnig sem þrælduglegur sjálfboðaliði í félagsstarfinu. Það vantaði ekki leikgleðina í hann og hún var fljót að smita útfrá sér. Strákurinn var líka lunkinn að hjóla og endaði þriðji til Íslandsmeistara eftir jafnan og góðan akstur allt sumarið.
Sæll og til hamingju með árangurinn í sumar. Hvernig fannst þér sumarið? Bara frábært! 😀
Var ekki góður endir á sumrinu að vinna Nýliði ársins? jú rosalega!
Á að æfa mikið í vetur og vor? jáá maður reynir :)…
Hver eru markmið þín fyrir næsta sumar? Topp 3
Hvernig hjóli verðurðu næsta sumar? Tm-Racing mx85
Hvað hefurðu átt mörg hjól á ævinni?..og hvaða hjól? 4 stykki: yamaha pw80, kawasaki kx65, kawasaki kx85, Tm-racing mx85.
Hvað er á náttborðinu þínu? 2 ipotar , heyrnartól og motorcross og götuhjóla blöð
Bloggar þú? nóbbs
Hver er uppáhaldasbrautin þín? þorlákshöfn eða sellfoss
Hvaða keppni var skemmtilegust í sumar? Akureyri 😀
Hverjir eru styrktaraðilar þínir? Mamma og pabbi og erna=fjármagnarar og bílstjórar, JHM Sport, Valitor, Ölgerðin, ÞK verk, MSR, Rafn frændi,
Styðirðu rikisstjórnina? nóbbs
Hvaða skónúmer notar þú? 39-41
Hvaða önnur áhugamál hefur þú fyrir utan mótorhjól? ræktin, bílar, rally, vélsleðar, 4hjól, trampolín, útihlaup, klifur,fjallgöngur, keyra og allt með vél
Í hvaða félagi ertu? vík !
Hvaða ár vann Martin Dygd moto í EM í 125cc flokk? (Bryndís Einarsdóttir setti fram þessa spurningu í síðasta Netviðtali) 1994? stóð ekkert annað á google =)
Hvaða spurningu viltu leggja fyrir næsta gest okkar? Við hvað starfaði pabbi Riky charmichael og hvað var gælunafnið hans?
Við hjá Motocross.is viljum þakka Halla fyrir spjallið og óskum honum góðs gengis í framtíðinni.