Skemmtileg helgi

Það var alveg frábært veður um helgina og ótrúlega gaman
að komast út að hjóla.

Ekki laust við að manni leið eins og það
væri komið mitt sumar þegar Eyþór #899 kom
brunandi fram úr manni og hefur greinilega engu gleymt.

Mosó brautin er eiginlega í frábæru standi núna og farið að myndast margar
línur í gegnum flestar beygjur, eins má sjá hér á blogginu að Bolaalda hafi verið
mjög skemmtileg um helgina . Um að gera að nýta tækifærið að hjóla
því mér skilst að það eigi að fara kólna aftur seinni part vikunnar.

4 hugrenningar um “Skemmtileg helgi”

  1. Brautin í þorlákshöfn var líka mjög góð! þó það megi fara laga uppstökk og lendingr á nokkrum pöllum þarna.

  2. Ég get ekki gert kraftaverk við erum ca. 50 skráðir í klúbbinn en 2-3 sem vinnum alla vinnuna við vorum tveir að smíða nýtt herfi til að slétta brautina öll kvöld vikunnar og kláraði ég það um hádegi á laugardag þar af leiðandi gat ég ekki unnið í brautinni þann daginn ég sléttaði brautina svo á sunnudaginn og týndi úr henni grjót þetta tók tæpa fjóra tíma og þá var komið fólk að hjóla þannig að ég gat ekki farið á gröfunni inní brautina en ef ég finn nokkra daga í viðbót í vikunni þá skal ég reyna að gera þetta allt líka.
    Kv. Sindri Þorlákshöfn
    ps. þetta er allt gert í sjálfboða vinnu fyrir allt hjólafólk í landinu með kreppukveðju Sindri

  3. Sæll Sindri, er ekki að setja út á þetta hjá ykkur alls ekki. Finnst þetta frábært starf sem þið eruð að gera þarna, mjög svo og eigiði mikið hrós skilið! Bara að benda á að uppstökkin og lendingarnar hafi verið farnar að slitan. Er staðráðinn í að mæta um leið og ég get en mér tókst að brjóta á mér ökklann síðasta sunnudag í brautinni.

    Kv,
    Sibbi

Skildu eftir svar