Motocross.is óskar landsmönnum öllum nær og fjær gleðilegra jóla. Sérstaklega jólkveðju fá þeir sem voru á main jettinu í allt sumar, jettuðu svo blöndunginn aftur í nóvember og héldu áfram að snúa uppá rörið í vetur. Vefnefndin óskar þess heitast að þeir sem ætli að keppa næsta sumar séu komnir með æfingaprógram í hendurnar og byrji að taka hraustlega á því 3.janúar. Engar afsakanir.
Hinir sem ætla ekki að keppa fá einnig hlýjar kveðjur og vonandi bætast ekki mörg kíló við um jólin. Muna svo eftir að fara einu sinni í ræktina fyrir páska, bara til að minnast þess hversu gaman er að hjóla. Blindhæð og beygja…það er lífið, að eilífu, AMEN.
Gleðileg jól öll sömul.
Kær kveðja úr Þorlákshöfn Sindri.
Gleðileg Jól sömuleiðis. Verst að maður fékk ekki Trella í jólagjöf en það stoppar mig samt ekki.
Flott að vera með svona tips eins og Valdi var með, endilega meir að því 🙂
er opið hjá þér í Þorlákshöfn á morgun Sindri?