MX-TV var statt á Leirtjörn seinnipartinn í dag. Það var aðeins farið að rökkva en samt fullt af fólki og færið frábært. Vonandi að þessar myndir ýti við einhverjum til að dusta rykið af trellanum og mæti á ísinn um næstu helgi.
Myndataka: Guðni F.
þetta var frábær dagur :D:D
Hvernig er þa… eru allir á trella eða ?
Nei, sumir eru með heimatilbúnar skrúfur sem eru skrúfaðar innan frá. Ég er á karbítskrúfum og það dugar alveg ágætlega, svo framarlega sem maður passar sig að keyra eingöngu á ís því þær eru fljótar að eyðileggjast annars. Cubic var með sniðuga lausn sem eru skrúfur sem í komið eru alveg eins og trellar.
video af Sissa tímaverði að slá í gegn 🙂
http://www.youtube.com/watch?v=lxX1T1tYmL4
hvar er leirtjörn ?
sjá hér http://www.motocross.is/forum/almennt-spjall/iskross/page-1/post-117/#p117