Í kvöld er stefna næturenduromanna að taka út Bolaöldusvæðið að næturlagi og því verður þriðjudags næturenduroið keyrt þaðan í kvöld. Mæting er fyrir kl. 20 en lagt verður af stað á slaginu. Boðið verður upp á kaffi, kakó og piparkökur eftir túrinn í félagsheimili enduromannsins í Bolöldu. Sagan hermir að brautin og slóðarnir séu geggjaðir núna til næturenduro aksturs. Nú er bara um að gera að fjölmenna upp eftir á eftir og nota þetta hjólin og svæðið til hins ítrasta.
5 hugrenningar um “Næturenduro í Bolaöldu í kvöld kl. 20”
Skildu eftir svar
Þú verður að skrá þig inn til þess að rita athugasemd.
anskotinn að þurfa að vera í prófum nuna.
Það voru hátt í 15 manns sem mættu í gærkvöldi í frábæran túr. Slóðarnir voru þrælskemmtilegir, harðir skaflar víða með fínu gripi og bara geðveikar aðstæður. Heilmikið brölt og vesen og hrikalega gaman. Takk fyrir mig og sjáumst aftur næsta þriðjudag. Kv. Keli
hardenduro.tk er kominn með myndir úr túrnum og smá lýsingu frá Kalla sig um kvöldið 🙂
Á hverju voru menn að hjóla, bílanöglum, trellum eða ónelgdir?
Menn komast alveg upp með að vera á bílnöglum en þó nauðsynlegt að vera á einhverjum nöglum. Sumir eru með trella að framan og bílnagla að aftan meðan snjórinn er ekki meiri
Flottur túr og takk fyrir kaffið.
Kv, Kalli Sig