VIK hefur tilnefnt Gunnlaug Karlsson sem Íþróttamann Reykjavíkur fyrir hönd félagsins

Vélhjólaíþróttaklúbburinn hefur tilnefnt Gunnlaug Karlsson sem Íþróttamann Reykjavíkur fyrir hönd félagsins.
Gunnlaugur er Íslandsmeistari í MX2 flokki í motocrossi eftir harða baráttu í sumar. Hann hefur lagt hart að sér undanfarin ár og er nú að uppskera eftir því. Hann hefur verið góð fyrirmynd í sportinu auk að koma að þjálfun byrjenda og yngri keppenda og lagt þannig sitt af mörkum við uppbyggingu íþróttarinnar. Hann er vel að tilnefningunni kominn.

Gunnlaugur á Íslandsmótinu í Álfsnesi í sumar
Gunnlaugur á Íslandsmótinu í Álfsnesi í sumar
Gunnlaugur var í sigursælu liði KTM í sumar
Gunnlaugur var í sigursælu liði KTM í sumar


2 hugrenningar um “VIK hefur tilnefnt Gunnlaug Karlsson sem Íþróttamann Reykjavíkur fyrir hönd félagsins”

  1. Til hamingju með þetta Gulli vonum að þér muni ganga vel með stóru strákunum á næsta ári 🙂 eða er ekki planið 450??

    Kv Guðni

Skildu eftir svar