Næturmotocrossið í Bolaöldu í gærkvöld var hreinasta snilld. Frábært veður, stafalogn, tunglskin og 10 stiga frost. Kuldinn skipti ótrúlega litlu máli. Brautin var ótrúlega flott, uppstökk og lendingar mjög góðar. Að vísu var brautin aðeins þrengri en vanalega en það kom ekki svo mikið að sök. Flottast við þetta var samt að sjá ljósashowið af 15 hjólum, höfuðljósum og ljósakerrum um alla braut – hrein snilld! Á laugardaginn er sama spáin þannig að það lítur vel út með helgina og engin ástæða til að láta sér leiðast um helgina.
Ps. menn hafa mikið spurt um slit á nagladekkjum – við teljum það vera mjög lítið í þessu. Brautin er þakin snjó, undirlagið er gaddfreðið og gripið mjög svipað og á ísnum þannig að dekkin eru jafngóð eftir
Það var ótrúlega flott að sjá þetta og ég er að setja saman video af þessu og þar sést hvað þetta er flott, þ.e. þegar menn eru að stökkva allan stóra pallinn og öll hjólin út í braut með sín ljósashow. Fyrir utan að þetta var glaður og skemmtilegur hópur sem þarna var í gær…:o)
Þetta er snilld, ég kemst ekki á þriðjudögum og fimmtudögum, legg inn góða hugmynd að hafa Miðvikudagsmotocross með ljósum 🙂
bara alla daga 🙂 hehe
Er þetta ekki bara málið? http://www.2moto.com/
kannski er þetta meira hannað fyrir cross-country en snjó-motocross
Búin að henda inn myndband á YouTube af miðnæturmotocrossinu, slóðin er: http://www.youtube.com/watch?v=Lb0YYrz0mgQ&feature=channel_page
Fórum þarna upp eftir í gær við feðgar, var yndislegt að hjóla þarna, brautin var flott en pínu sleip, mæli með að hafa trella eða önnur svipuð ísdekk undir, sást allavega ekkert á okkar dekkjum eftir 3 moto.
er einhver áhugi fyrir að gera þetta á miðvikudag eða möguleiki hjá þeim sem komu með ljósin? Þar sem það á að fara rigna á fimtudag.