Næstu fræðslukvöld ÍSÍ

Fyrstu fræðslukvöld ÍSÍ í Reykjavík og á Akureyri samkvæmt nýju skipulagi fræðslusviðs vöktu mikla eftirtekt og mæting var mjög góð.

Á þessum fyrstu tveimur 5 kennslustunda fræðslukvöldum var boðið upp á fyrirlestur um íþróttasálfræði og var mjög góður rómur gerður að efninu.

Næstu fræðslukvöld verða í boði sem hér segir:

Fimmtudagur 5. mars kl. 17.00-21.00 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í Reykjavík, næring íþróttafólks og lyf og íþróttir, tvær og hálf kennslustund hvort efni. Fyrirlesarar eru Fríða Rún Þórðardóttir næringarfræðingur og Örvar Ólafsson verkefnisstjóri hjá ÍSÍ.

Fimmtudagur 12. mars kl. 17.00-21.00 á Akureyri, næring íþróttafólks og lyf og íþróttir, tvær og hálf kennslustund hvort efni. Fyrirlesarar eru Fríða Rún Þórðardóttir næringarfræðingur og Örvar Ólafsson verkefnisstjóri hjá ÍSÍ.

Fimmtudagur 19. mars kl. 17.00-21.00 á Akureyri, íþróttameiðsl. Fyrirlesari Stefán Ólafsson sjúkraþjálfari.

Meðal efnis verða íþróttameiðsli, endurhæfing og samvinna íþróttaþjálfara og sjúkraþjálfara, forvarnir meiðsla og teipingar.

Fimmtudagur 26. mars kl. 17.00-21.00 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í Reykjavík, íþróttameiðsl. Fyrirlesari Róbert Magnússon sjúkraþjálfari.

Meðal efnis verða íþróttameiðsli, endurhæfing og samvinna íþróttaþjálfara og sjúkraþjálfara, forvarnir meiðsla og teipingar.

Fræðslukvöld þessi eru liður í þjálfaramenntun 2. stigs ÍSÍ en eru engu að síður öllum opin, s.s. iðkendum, stjórnendum, foreldrum og hverjum þeim sem áhuga hafa.

Þátttökugjald er aðeins kr. 2.500.-

Skráning er á namskeid@isi.is eða í 514-4000. Skráningu þarf að vera lokið á þriðjudögum fyrir hvert fræðslukvöld.

Allar frekari uppl. eru gefnar hjá sviðsstjóra fræðslusviðs í síma 460-1467 eða á vidar@isi.is

Með bestu kveðju,

Viðar Sigurjónsson

Sviðsstjóri Fræðslusviðs ÍSÍ

Glerárgötu 26

Akureyri

Sími: 460-1467 & 863-1399

Skildu eftir svar