Hér er frétt um supercrosskeppnina í Ameríku í gær…
James Stewart vann sinn sjötta sigur í röð í ameríska supercrossinu eftir að hafa dottið í fyrstu keppni ársins. Hann er nú jafn Chad Reed að stigum en hann hefur verið í öðru sæti í nánast öllum keppnum ársins.
Sjöunda umferðin fór fram í San Diego í gærkvöldi og má segja að allt hafi gengið sinn vanagang. Mike Alessi tók holuskotið og Stewart varð orðinn fyrstur í annarri beygju og hélt því allt til enda.
Úrslit í San Diego
Staðan eftir 7 umferðir
James Stewart | 152 |
Chad Reed | 152 |
Andrew Short | 122 |
Josh Grant | 112 |
R Villopoto | 106 |
Ivan Tedesco | 102 |
Kevin Windham | 96 |
Davi Millsaps | 91 |
Mike Alessi | 83 |
Tim Ferry | 74 |
Josh Hill | 64 |
H Voss | 51 |
P Carpenter | 46 |
N Wey | 44 |
B Coisy | 34 |
K Chisholm | 31 |
M Boni | 24 |
J Summey | 23 |
C Siebler | 23 |
S Boniface | 22 |
Takk fyrir að skemma þessa kepni fyrir mér !
mæli með að koma ekki með úrslitin sona beint í andlitið á manni þegar maður opnar síðuna. Þar sem 99% af þeim sem fara hér inn eru ekki búnir að sjá keppnina og vilja horfa á hana án þess að vita úrslitin
afsakið