Fyrirbærið er einhversstaðar mitt á milli þess að vera fellihýsi og kerra. Þetta er sem sagt fjölnotakerra sem ætti að henta vel fyrir meðalmótorhjólamanninn. Hægt er að draga 2 motocrosshjól eða 1 fjórhjól og svo smella upp tjaldinu og leggja sig fram að næsta moto-i. Einnig væri hægt að nota hana til að keyra heim þvottavélina sem mamma var að kaupa.
Vagninn er um 360 kíló og er tjaldið geymt í vatnsheldu hólfi fremst á kerrunni. Stillingarnar eru nánast endalausar eftir því hvort þú vilt draga mótorhjól, reiðhjól, kajak eða hvað sem er annað.
Vagninn hefur hlotið margar viðurkenningar og verðlaun fyrir góða og gagnlega hönnun.
Nú vantar bara einhvern til að flytja þetta til landsins.
Vá þetta er bara pjúra snilld, hvað ætli svona stykki kosti?
svo er þetta líka frá Thule, algjör snild.
Heyrðu vá þetta er bara pjúr snild!!!
Góð hugmynd!