
WEC Enduro 2009 hófst um s.l. helgi. Allir helstu kapparnir mættu til leiks fyrstu keppnishelgina sem fram fór í Portúgal.
Önnur umferð fer svo fram núna um helgina á Spáni. BMW mætir þar með David Knight fremstan í flokki. Ekki tókst nógu vel til hjá þeim um s.l. helgi og má búast við að þeir reyni allt sem þeir geta til að gera betur að þessu sinni.