
Bolalda er í frábæru standi, fyrir þá sem það ekki vita, og er rakastigið í henni eins og best verður á kosið. Nýbúið er að laga hana alla, þar á meðal palla, uppstök og einnig er búið að ribba hana. Það er hreinlega ekki hægt að kvarta þegar brautin er í svona fínu standi og ekki skemmir fyrir veðrið síðustu tvo daga. Þannig að nú er bara að drífa sig í gírinn og skella sér upp í Bolöldu. Minni á miða á Litlu kaffistofunni.