Bolaöldubrautin lokuð – opnar aftur 1. maí kl. 12!

pict0012Næstu tvo daga verður motokrossbrautin í Bolaöldu lokuð vegna breytinga og lagfæringa. Veðurspáin er ekki góð og því á að nota tímann núna til að vinna aðeins í brautinni, laga beygjur og ákveðna kafla. Hún verður  svo opnuð aftur á föstudaginn 1. maí kl. 12 í enn betra formi og skemmtilegri.

6 hugrenningar um “Bolaöldubrautin lokuð – opnar aftur 1. maí kl. 12!”

  1. Svæðið kallast Bolaöldur, svo motocrossbrautin er í Bolaöldu, en sumir vilja meina að örnefnið sé komið frá því þegar Bolar gengu lausir á þessu svæði skv. árbók F.Í. (man ekki árið)

  2. Um leið og hægt er, Garðar fylgist mjög vel með þeim og um síðustu helgi var enn frost í jörð og drulla mjög víða. Ef keyrt er í slóðunum þannig spólast þeir upp og verða mun verri auk þess sem þá fara menn að keyra út fyrir slóðann og spóla meðfram þeim sem skemmir svæðið. Kv.

  3. Ég prófaði að googla nafnið á tímarit.is :

    Fjallkonan 13.árg 1896
    …Er þá komið á Ólafsskarðsveginn
    og farið með honum yfir Bolöldur og upp á
    móts við Sauðadali. Þá, tekr við Svíuahraun, og fór
    ég aldrei vegiun, því hann er sjálfr einna verstr yfirferðar,
    heldr skamt fyrir sunnan hanu.

    Tíminn, 39tbl. 30.10.1966
    …Þær voru taldar þrjár — Neðsta-Bolaalda
    strax austur og upp af Sandskeiðinii,
    þá Mið-Bolaalda og efst, allt að Svína
    hraunsendanum, sem fyrr var nefndur,
    Efsta-Bolaalda. Aðeins nokkra
    metra vestur og niður frá Svínahraunshorninu
    vestasta hefur staðið
    nú um fárra ára skeið söluskáli austast
    á Efstu-Bolaöldunni, rétt á móts
    við, þar sem brautin inn í Jósefsdal
    (að Ármanns-skíðaskálanum) ligg
    ur út af þjóðveginum suður með Atla
    hamarsásnum. Þessi veitingaskáli er
    því alls ekki í Svínahrauni,

Skildu eftir svar