Þeir sem fóru í endurotúra um helgina tóku eftir því að enn var mikil bleyta í slóðunum sem liggja hæst eða fyrir ofan 150-200 metra hæð. Við hvetjum því endurómenn til að halda sig frá fjöllunum fyrir ofan höfuðborgarsvæðið amk. næstu vikuna. Þar er enn klaki undir öllum slóðum og miklar líkur á drulluspóli með tilheyrandi skemmdum ef menn ætla sér um of. Við ítrekum því að slóðarnir við Bolaöldu er enn harðlokaðir enda svæðið í um 250 metra hæð. Við mælum með motokrossi eða endurobrautinni í Þorlákshöfn þar til hlýnar og þornar enn meira.