Eru mannslífin meira virði í sveitinni en á höfuðborgarsvæðinu.

img_5387VÍK hefur á undanförnum árum byggt upp glæsilegt útivistarsvæði í Bolöldu. Hafa menn lagt á sig mikla sjálfboða vinnu og uppskorið þetta glæsilega svæði.
Ég sem áhorfandi undanfarin ár hef haft áhyggjur af mikilli umferð hjólamanna, sleðamanna og annara útivistarmanna yfir þjóðvegin gegnt Litlu Kaffistofunni.
Umferðin á þjóðvegi 1 þar sem hámarkshraði er 90 km. Þarna fer fólk yfir veginn til að sækja bensín, miða í brautina og eða til að komast í kræsingarnar hjá Stebba.

Núna var verið að setja ræsi undir veginn hjá Hellu fyrir hestamenn, þar eru hesthúsin Hellu megin við þjóðveginn en keppnisvöllurinn hinumegin við veginn. Þarna búa um 600 manns en samt hefur vegagerðin og sveitarfélagið séð ástæðu til að byrgja brunnin áður en barnið fellur ofan í hann.

img_5390

Vill ég skora á Stebba í litlu kaffistofunni, vegagerðina, Ölfushrepp og stjórn Vík að beita sér fyrir álíka röri undir veginn áður enn stórslys verður á þjóðveginum

Mbkv

Þór Þorsteinsson

5 hugrenningar um “Eru mannslífin meira virði í sveitinni en á höfuðborgarsvæðinu.”

  1. Það væri ekki vitlaust að gera göngu undir veginn hjá litlu kaffistofunni, ég var þarna um daginn og stoppaði til að bíða eftir að allir bílarnir væru farnir og svo þegar ég fór af stað þá drapst á hjólinu og þá var ég kominn út á veginn og ég í sjúkt panic af hjólinu og hljóp restina.. ef það hefði verið styttra í bíl þarna þá veit maður ekki hvað hefði getað gerst :/

  2. Ég er ánægður að sjá að í grein 3.7 er fjallað um hjóla-, göngu- og reiðleiðir.
    Hjó samt eftir því að það var bara haft sambandi við Landsamtök hjólreiðamanna, Reiðveganefnd Hestamanna og Orkuveituna, ekkert rætt við Vík eða önnur vélhjólasamtök, samt er akstursíþróttasvæðið í Bolaöldum margtilgreint í skýrslunni.

    En það er svo minnst á okkur aðeins seinna í greininni:

    „Núverandi reiðleið liggur norðan Suðurlandsvegar við Gunnarshólma. Í Lækjarbotnum
    þarf nú að fara yfir veginn og hefur það valdið óhöppum og slysum á mönnum og hestum.
    Reiðleiðin liggur síðan upp með Lögbergsbrekku og austur gamla Suðurlandsveginn að
    Litlu kaffistofunni yfir veginn aftur og áfram til austurs norðan Suðurlandsvegarins.
    Reiðgöng verða byggð í Lögbergsbrekku og við Litlu kaffistofuna.
    Eftir að vélhjólasvæðið við Bolaöldur var opnað árið 2006 hafa vélhjólamenn nánast
    yfirtekið reiðleiðina og mörg vélhjól fara reiðleiðina alla þá daga sem opið er við Bolaöldur.
    Umferð vélhjóla (torfæruhjóla) og umferð hesta fer engan veginn saman og með færslu
    reiðleiðarinnar norður fyrir Suðurlandsveg á þjónustuveg Hellisheiðaræðar er mögulegt að
    láta vélhjólamönnum eftir núverandi reiðstíg að Bolaöldum og skilgreina hann sem
    vélhjólaleið og aðskilja þannig vélhjól og hross.

    Reiðgöng verða í Lækjarbotnum og í aðalskipulagi Ölfus er gert ráð fyrir þrennum
    reiðgöngum, við Draugahlíðar, Hveradalabrekku og á Hellisheiði. Gert er ráð fyrir hjóla-,
    göngu-, reiðgöngum neðarlega í Kömbum og aksturs-, göngu- og hjólagöngum vestan
    vegamóta við Hveragerði og einnig akstursgöngum skammt austan þeirra.
    Gert er ráð fyrir að öll undirgöng verði gerð úr samsettum bárustálsrörum og að stærð
    þeirra verði þannig að í reiðgöngum verði þriggja metra breitt svæði með þriggja metra
    hæð og að í göngum fyrir gangandi verði þriggja metra breitt svæði með tveggja og hálfs
    metra hæð.“

    Þarna gætum við loksins fengið okkar eigin veg frá Rvk uppí Bolaöldusvæðið.

  3. Sælir, við þe. VÍK, Slóðavinir og Umhverfisnefndin sameiginlega höfum hitt fulltrúa Eflu vegna Suðurlandsvegarins og lagt mikla áherslu á að fá hjólaslóða upp í Bolaöldu. Við höfum líka hitt Reiðveganefnd Fáks og náum vonandi samkomulagi um að taka yfir reiðleiðina meðfram veginum. Kv.

Skildu eftir svar