Fyrstu helgina í júlí standa Slóðavinir fyrir námskeiði í endúrófræðum. Hingað til lands koma tveir sænskir endúró-ökumenn til að kenna íslensku hjólafólki endúrófræði: Aksturstækni, stillingar hjólsins, búnaður o.fl.. Svíarnir reka endúróskóla í Svíþjóð og hafa gert um nokkurt skeið undir nafni Mcraft.se en stofnandi og eigandi þess fyrirtækis er Bertil Marcusson (Berra), sem í tvígang hefur tekið þátt í Paris-Dakar keppninni. Yfir skólanum mun svifa Dakar-andi og ætlar Bertil að segja okkur frá reynslu sinni af þátttöku í þessari erfiðustu keppni í heimi. Bertil er ekki alveg ókunnugur Íslandi því undanfarin ár hefur hann komið hingað með ferðamenn í mótorhjólaferðlög. Með Bertil kemur Per Carlsson, en hann hefur margra ára reynslu sem keppnismaður í endúró, auk þess að búa yfir um tíu ára reynslu í miðlun fróðleiks um akstur mótorhjóla. Per er kennari að mennt. Námskeiðið er hugsað fyrir ökumenn tvíhjóla, hvort sem þeir aka léttari endúróhjólum eða stærri ferðahjólum. Það stendur yfir í tvo og hálfan dag og samanstendur af verklegum og bóklegum æfingum.
Athygli áhugasamra er vakin á því að skráningarfrestur hefur verið framlengdur til 27. maí vegna þess að lítið vantar upp á að lágmarks nemendafjölda sé náð. Nánari upplýsingar má nálgast á vef Slóðavina.
Leiðinlegt að þetta skuli hitta akkurat á keppnishelgi í Motocrossinu. En jákvætt og skemmtilegt að fá eitthvað svona hingað heim, ekki altaf þessa motocross kalla 🙂
Já óheppilegt að þetta skuli hitta á sömu helgi og Motocross keppni, er þetta líka ekki mesta ferðahelgin á ísl? Vona innilega að það náist næg þáttaka, þetta hljómar mjög spennandi.
Þetta er algjör snilld en eins og þið segið þá hittir það illa á helgi en maður verður bara að velja og hafna(kannski ekki þeir sem eru að keppa).
Ég vona innilega að það náist að safna nógu mörgum svo ég geti lært eitthvað ;o)
Er ekki málið að hringja í þessa kappa og færa þessa helgi yfir á Jónsmessuna. Þá geta þeir skráð sig í Járnkallinn og sýnt úr hverju þeir eru gerðir.
Mér skilst að þetta hafi verið eina helgin sem hafi verið laus hjá þeim annars hefði verið valin helgi sem væri ekki keppni hérna..
Sammála þér með það Dakar að það er vonandi að það náist nógu margir svo að maður nái nú að læra eitthvað 😉
Búinn að herja á þá sem maður þekkir og eru í þessu til að skrá sig það eru tveir alvarlega að spá