Ennþá nokkur tími í Álfsnes

Fengið lánað hjá Sverri á motosport.is

Við brugðum okkur nokkrir upp í Álfsnes til að týna úr steina og vinna við að dreifa spæni sem síðan lét aldrei sjá sig.  Það er ljóst að Álfsnes er ennþá vel blaut og hefur úrkoma síðustu daga ekki hjálpað til.  Nú þarf maður að fara að dansa sólardansinn til að fá smá þurrk í þetta.  Einhverjir eða einhver hefur nýlega ekið í brautinni og hefur sá hinn sami gert okkur bjarnargreiða því í brautinni voru komin djúp hjólför þar sem vatnið hafði safnaðist saman og flýtir ekki fyrir þornun.  Bið menn að virða það að brautin er lokuð og svona æðibunugangur þjónar engum tilgangi þegar það er svo augljóst að brautin er á floti og óhæf til keyrslu.  Það verður auglýst vel og rækilega þegar hún opnar og þá er öllum frjálst að mæta.  Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir af brautinni sem ég tók í gær.


Skildu eftir svar