
Motocross brautin á Akureyri verður formlega opnuð á morgun, laugardaginn 16. maí. Búið er að vinna við að koma brautinni í stand í vikunni, allir pollarnir voru ræstir út og brautin sléttuð. Brautin kemur ótrúlega vel undan vetri og er það að þakka því frábæra efni sem í henni er. Minni á að miðar eru seldir í bensínstöðinni N1 við Hörgárbraut (rétt hjá Bónus). Árskort verða seld eins og vanalega hjá Stebba Gull í Studio 6 og hefst sala þeirra mánudaginn 18. maí.
Til hamingju með Hjólasumarið mikla!!
Unnar Helgason