Fyrir rétt um viku síðan var opnað á slóðasvæðið í Bolaöldu og var það gert með þeim tilmælum að fólk virti ákveðnar umgengisreglur sem meðal annars fólu í sér að stækka ekki núverandi slóða þó pollar væru fyrir í slóðunum, heldur að slá af og aka rólega í gegnum þá ef hægt væri. Nú hefur komið í ljós að þessi tilmæli hafa almennt verið virt að vettugi og hafa sumir slóðar breikkað gífurlega í tilraunum ökumanna að blotna ekki í fæturnar eða að bleyta ekki hjólin sín þar sem sneitt hefur verið framhjá pollunum. Því miður stórsér á vestari hluta svæðisins eftir þennan akstur og nú er svo komið að VÍK neyðist hugsanlega til að loka þessum hluta svæðisins fyrir allri umferð með róttækum aðgerðum. Í nánast öllum tilvikum hefði verið hægt að slá verulega af og aka rólega í gegnum pollana. Þannig að VÍK biðlar enn og aftur til skynsemi manna svo ekki þurfi að koma til slíkrar lokunaraðgerða sem er öllum til ama og fáum til gagns. Þannig í stað þess að hugsa um það eitt að aka um svæðið eins og ein risastór „barbiedúkka“ sem ekki má blotna, að ökumenn slái af og aki rólega í gegnum þess polla í stað þess að búa til breiðari slóða framhjá þessum „hindrunum“.
Það er spáð ágætis veðri næstu daga og þurrk, þannig að pollarnir ættu að hverfa á næstu dögum. Svæðið má ekki við því að slóðarnir verða að breidd eins og tvöföld Reykjanesbraut…
eru slóðarnir semsagt opnir núna með því skilirði að fólk hagi sér? 🙂
Neiiii, ekki alveg. Slóðarnir eru lokaðir fram yfir keppni, ENN…. Það sem er verið að ræða um að ennþá eru pollar vestan megin í slóðakerfinu og voru menn beðnir að sýna því svæði þar sem þessir pollar eru/voru ákveðna tillitsemi. Því miður, eins og fram kemur í tilkynningunni, fóru menn ekki eftir þessu. Eftir keppnina verða slóðarnir náttúrulega opnir og það sem ég er að reyna að koma út úr mér, að ef fólk fer eftir þeim tilmælum sem hafa komið fram og hlífa þessu svæði, að þá verða engar lokanir. Annars, já, neyðist svæði til að loka og það getur þýtt að stærra svæði lokast heldur en hitt vegna tengingu við slóðana.