Í kvöld voru fyrstu skipulögðu motocrossæfingar félagsins haldnar í Bolaöldu.

Samtals mættu um 20 manns á æfingarnar sem voru keyrðar í þremur flokkum 50-65, 85-150 og 125-250+ Veðrið var upp á sitt besta og svæðið allt nývökvað og flott. Gulli, Helgi og Össi sáu um æfingarnar í kvöld og var frábært að sjá allan þennan hóp á svæðinu í einu. Enn eru nokkur pláss eftir í hverjum hóp en þeim fer ört fækkandi. Skráning er hér til hliðar – ekki missa af þessu tækifæri á góðum æfingum og árskorti í brautirnar á spottprís.