Kári Jónsson sigraði með nokkrum yfirburðum í 3. og 4. umferð Íslandsmótsins í Enduro sem haldin var í Hlíðarfjalli á Akureyri í dag. Öllu óvæntara var að Björgvin Sveinn Stefánsson varð í öðru sæti en hann hefur ekki náð hærra en 4.sæti hingað til. Einar S. Sigurðarson varð þriðji. Núverandi Íslandsmeistari, Valdimar Þórðarson kláraði ekki fyrri umferðina en varð annar í þeirri seinni.
Meistaradeild:
- Kári Jónsson 200 stig (samtals 400 stig til Íslandsmeistara)
- Björgvin Sveinn Stefánsson 152 st (286 stig)
- Einar Sverrir Sigurðarson 150 st (300 stig)
- Gunnlaugur Rafn Björnsson 127 st (241 stig)
- Jónas Stefánsson 114 st (203 stig)
Valdimar Þórðarson er með 255 til Íslandsmeistara og því ljóst að Kári getur tryggt sér titilinn í 5.umferðinni af 6.
Tvímenningur
- Bjarki Sigurðsson
- Finnur Aðalbjörnsson
- Ásgeir Elíasson
Kvennaflokkur
- Aníta Hauksdóttir
- Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir
- Guðfinna Gróa Pétursdóttir
- Theodóra Björk Heimisdóttir
Baldursdeild
- Hákon Andrason
- Hafþór Ágústsson
- Þorri Jónsson
- Eiríkur Rúnar Eiríksson
- Anton Freyr Birgisson
85cc
- Guðbjartur Magnússon
- Haraldur Örn Haraldsson
- Ingvi Björn Birgisson
- Kristófer Daníelsson
Ítarlegri úrslit er hægt að finna á heimasíðu MSÍ