Skýrsla frá keppnisstjóra miðnæturkeppninnar

Karl Gunnlaugsson var keppnisstjóri á Transatlantic Off-Road Challange um síðustu helgi og hefur sent vefnum bréf. En eins menn vita var keppnin stytt úr áður auglýstum 6 tímum og rekur Karl hér ástæðu þess.

Skýrsla keppnisstjóra „Mid-Night Off-Road Challenge“

Laugardaginn 20. júní fór fram 8. 6 tima Off-Road Challenge keppnin í Bolaöldu á akstursíþróttasvæði VÍK. Um 200 keppendur voru skráðir til leiks og hófst keppnin kl: 18:01 eins og til stóð.
Þetta árið voru
veðurguðirnir ekki með okkur og var leiðinda rok á svæðinu. Kl: 17:00 fór brautarstjórinn (Guggi) með þá keppendur sem vildu upphitunarhring og var ljóst ad mikið rok var a köflum í brautinni.
Um kl: 20 fór svo ad rigna með rokinu en það sló í 26 metra á sekúndu á Sandskeiði sem er orðið nálægt fárviðri.
Rétt fyrir kl: 22 voru menn innan keppnisstjornar farnir að tala um að flauta keppnina af en ákveðið var að keyrt skyldi til 23:01
Upp úr kl: 22 fóru svo að berast fréttir af því að brautin væri að verða mjög slæm á köflum og veðrið var heldur að versna ef eitthvað var einnig voru brautarstarfsmenn orðnir mjög blautir og kaldir og áttu orðið i erfiðleikum með að sinna sínum verkum.
Í ljósi framangreindra aðstæðna var tekin sú ákvörðun að flagga fyrstu keppendur út  kl: 22:35 og ljúka keppninni. Megin ástæður fyrir þessari ákvörðun hljóta að vera flestum ljósar miðað við þær aðstæður og veður sem við vorum að glíma við, ef slys hefði borið að höndum hefði verið erfitt að ná til viðkomandi og koma honum til hjálpar.
Það er alveg 100% ljóst að keppnishaldari (í þessu tilfelli VÍK), ábyrgðarmaður keppninnar (Keli), brautarstjóri (Guggi) og keppnisstjóri (Kalli) verða að tryggja keppendum 110% öryggi, við þær aðstæður sem við glímdum við þetta kvöld töldum við á þessum tímapunkti væri engan vegin ásættanlegt að halda þessu áfram.
Þessi ákvörðun var var ekkert skemmtiefni fyrir neinn af okkur og ekki fyrir mig að þurfa að framkvæma hana en miðað við aðstæður, fjölda keppenda og brautarstarfsmanna var þetta eina leiðin í stöðunni.

Hvað sem hverjum kann ad finnast um þessa ákvörðun þá er rétt að benda á að það að  „moto“ í heimsmeistarakeppninni í Moto-Cross hafa verið stöðvuð og verið frestað, leiðir í heimsmeistarakeppninni í Enduro og Rally (Paris-Dakar) keppnum hafa verið felldar niður. Keppni i Formula1 og MotoGP hafa verið flautaðar af áður en fullum hringja fjölda hefur verið náð þannig að þetta er ekkert „sér íslenskt“ fyrir bæri.
Í flestum reglum um akstursíþróttir er að finna tilvitnum í „force major“ eða sem túlkast óviðráðanlegar ytri aðstæður.

Með öryggi keppenda og starfsmanna í húfi og orðspor íþróttar okkar var keppni hætt fyrir áætlaðan tíma.

kveðja frá Bretlandi,
Karl Gunnlaugsson
Keppnisstjóri

Skildu eftir svar