VÍK sótti nýverið um styrk til Vinnumálastofnunar til að fá að ráða tvo sumarstarfsmenn í svokallað átaksverkefni og er gaman að segja frá því að leyfi til þess fékkst nú á dögunum. Við munum því stefna að því að vera með starfsmenn bæði í Álfsnesi og í Bolaöldu til að aðstoða Garðar í sumar.
Félagið auglýsir því eftir umsóknum í tvö launuð störf fram til loka ágúst. Átaksverkefni er lögum samkvæmt einungis ætlað þeim sem eiga bótarétt.
Viðkomandi þurfa að sjá um uppgræðslu, öryggismál og fl. á svæðunum. Farið er fram á þekkingu á meðferð vinnuvéla, áhuga á motocrossi / torfæruhjólum, þjónustugleði og eiginleiki til að vinna með öðrum. Ráðningartímabil júní – júlí – ágúst. Áhugasamir geta sent umsókn og upplýsingar um sig, fyrri störf og af hverju þeir eigi að vera valdir í starfið á vik@motocross.is
Með þessu vonum við að geta gert svæðin okkar enn betri í sumar og veitt amk. tveimur góðum hjólamönnum/konum skemmtilegt sumarstarf.
Snilld …. alger snilld … gott framtak 🙂
Frábært framtak með þessa tvo nýju starfsmenn , léttir kannski eithvað álaginu á Garðari ?
Já þetta er frábært framtak en fyrirvarinn er ekki mikill. Eru einhverjar umsóknir komnar inn?