Borað fyrir vatni á Álfsnesi

alfsnes_kort
Upphaflega Álfsnes teikningin

Nú stefnir allt í það að Álfsnes toppi á réttum tíma. Mikil vinna hefur verið lögð í brautina á undanförnum vikum og nú lítur allt úr fyrir að hún verði í frábæru formi á næsta laugardag þegar Íslandsmótið verður haldið þar.

Brautin hefur verið þurr í hitanum að undanförnu en á mánudaginn verður borað fyrir vatni sem notað verður til að vökva brautina. Reiknað er með að ekki þurfi að bora mikið niður fyrir sjávarmál og hafa rannsóknir sýnt að þar sé nóg af vatni. Fyrir keppnina verður notast við haugsugu til að vökva brautina en vonandi í framtíðinni verður sett upp vökvunarkerfi.

Í sumar voru keyrð 250 stór vörubílshlöss af trjáspæni í brautina til að geta haldið jafnari raka í brautinni yfir allt sumarið og nú kemur loksins vatnið til að setja í hana.

Aðstaðan á svæðinu var einnig stórbætt og er komið nýtt hús í staðinn fyrir það sem fauk í vetur. Auk þess er þetta hús á steyptum sökklum svo var sett rotþró og komið er klósett og rafmagn í kofann. Við startið var settur 40 feta gámur.

Brautin verður opin fram á miðvikudag en unnið verður í henni fimmtudag og föstudag (hún verður tekin algerlega í gegn).

Skildu eftir svar