
Motocrossfélag Geislans á Hólmavík stendur fyrir Hamingjumóti í motocrossi á föstudaginn í tilefni af bæjarhátíðinni Hamingjudögum á Hólmavík um helgina. Félagsmenn eru nýbúnir að ljúka við framkvæmd á Skeljavíkurbraut sem er um 1.450m að lengd og öll hin glæsilegasta.
Þátttökugjald er 4.000 krónur og verður keppt í öllum helstu flokkum og eru allir hamingjusamir velkomnir. Keppnin hefst klukkan 18 á föstudaginn 3.júlí. Hægt er að skrá sig á thorsteinn@holm.is eða í síma 695-6490 (Ásgeir).
Heimasíða Geislans er www.123.is/strandir