Jónsmessuhittingur í Eyjum

Síðasta laugardagskvöld 27. Júní. hittust nokkrir félagar í V.Í.V. til að hjóla og grilla úti á hrauni
Var keppt í nokkrum greinum s.s. 5 hringja mótó, vikurhristingur, þyngsta erminn og moldar race.

Mótóið skýrir sig sjálft.

Vikurhristingur: er kallað þetta vegna eins gamals félaga, en þegar hann var að stökkva, þá hristi hann hjólið, sama hve langt eða stutt hann stökk.

Þyngsta erminn: þegar menn fara það neðarlega í beygjur að menn fylla erminna af vikri, þetta var allavega skýringinn sem einn gaf þegar að hann var að hreinsa úr erminni eftir að hafa dottið.

Moldar race: tveir keppa í einu og eiga að fara í gegn um hlið. Er brautin lögð í moldarhaugum. Og sá vinnur sem kemur fyrstur í mark.

Þótti þetta takast vel allt saman. Var byrjað kl 22:00 og lauk um 01:00
Þá héldu menn í skúr einn hér í bæ og tæmdir nokkri baukar.

Segja myndirnar meira en orð.

[youtube width=“560″ height=“340″]http://www.youtube.com/watch?v=Er02AM3bys0[/youtube]

Kveðja úr eyjum.
Þorsteinn

Skildu eftir svar