Í MX mótaröðinni leiðir Guðmundur Kort 85cc flokkinn. Guðmundur er á sínu síðasta ári í flokknum og hefur sýnt öruggan og góðan akstur á Honda 150cc . Guðmundur hefur endað í fyrsta sæti í þeim keppnum sem lokið er og hefur ágætt forskot í stigakeppninni. Nú þegar 2 keppnir eru eftir í MX mótaröðinni má segja að allt sé opið því að nokkrir ökumenn eru að narta í hælana á Guðmundi. Má þar nefna þá Guðbjart á Honda 150, Harald Örn á TM Racing 85 og Ingva á KTM 85 sem eru allir örfáum stigum á eftir Guðmundi og hafa þeir sýnt að þeir eru til alls líklegir. Á eftir þeim Guðbjarti, Haraldi og Ingva í stigasöfnuninni koma þeir Einar, Þorsteinn og Gylfi allt mjög efnilegir strákar . Hinrik Ingi hefur átt góða spretti í sumar en hann á það til að fara langt frammúr sér í keppni og hefur því ekki gengið vel að safna stigum. Í mótaröðinni hafa um 15-20 keppendur verið skráðir til leiks í hverri keppni og verður spennandi að sjá hvernig leikar skipast í þeim keppnum sem eftir eru.