Unglingalandsmót á Sauðárkróki

umfi-logoUnglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Ein af keppnisgreinunum er motocross í umsjón Vélhjólaklúbbs Skagafjarðar. Motocrosskeppnin er á sunndaginn 2. ágúst og stendur skráning yfir á vef MSÍ www.msisport.is athugið að skráningu lýkur fyrir miðnætti þriðjudagskvöldið 28. júlí. Skráningargjald er 6.000 kr. Nánari upplýsingar um Unglingalandsmótið er að finna á www.umfi.is
Keppt verður í 4 flokkum:

  • 85cc stúlkna 12-15 ára
  • 85cc stráka 12-15 ára
  • 125cc unglingaflokkur stúlkna 14-18 ára
  • 125cc unglingaflokkur stráka 14-18 ára


Tímaáætlun:
11:00-12:00 skoðun
12:00-12:20 æfing og tímataka, stúlkur báðir flokkar
12:20-12:40 æfing og tímataka, strákar 85cc
12:40-13:00 æfing og tímataka, strákar 125cc
13:00-13:20 1. MOTO báðir flokkar stúlkna 15mín + 2 hr
13:20-13:40 1. MOTO 85cc stráka 15mín og 2 hringir
13:40-14:00 1. MOTO 125cc stráka 15mín og 2 hringir
14:00-14:20 2. MOTO báðir flokkar stúlkna 15mín + 2hr
14:20-14:40 2. MOTO 85cc stráka 15mín og 2 hringir
14:40-15:00 2. MOTO 125cc stráka 15mín og 2 hringir
15:30 Verðlaunaafhending

Athugið að brautin verður lokuð frá sunnudagskvöldinu 26. júlí fram að keppni vegna undirbúnings.

Helstu starfsmenn mótsins eru:
Öryggisfulltrúi MSÍ: Karl Gunnlaugsson
Ábyrgðarmaður: Þröstur Ingi Ásgrímsson
Keppnisstjóri: Einar Sverrir Sigurðarson
Brautarstjóri: Jóhannes Friðrik Þórðarson
Skoðun: Þröstur Ingi Ásgrímsson

Skildu eftir svar