Eyþór Reynisson gerði sér lítið fyrir og sigraði í síðustu umferð Íslandsmótsins í Bolaöldu í gær. Eyþór er aðeins 16 ára gamall og ekur á minna hjóli en þeir sem hafa verið í baráttunni í Opna flokknum. Eyþór var í öðru sæti í öllum þremur motounum en keppinautar hans voru ekki eins stöðugir og því fór sem fór. Eyþór er líklega sá yngsti sem vinnur Íslandsmeistarakeppni í motocrossi.
- Eyþór Reynisson 22+22+22=66
- Einar Sverrir Sigurðarson 20+20+25=65
- Aron Ómarsson 15+25+20=60 Íslandsmeistari
- Gunnlaugur Karlsson 25+18+14=57
- Ásgeir Elíasson 16+16+16=48
Aron Ómarsson tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn eftir fyrsta motoið þar sem hann var með gott forskot fyrir þessa keppni. Hann átti möguleika á að vinna sumarið með fullt hús stiga eftir að hafa unnið öll 12 motoin sem búin voru en það náðist ekki að þessu sinni. Aron féll a.m.k. tvisvar í fyrsta motoinu og náði aðeins fimmta sæti en það var Gunnlaugur Karlsson sem vann sitt fyrsta moto á ferlinum. Einar S. Sigurðarson náði að sigra síðasta mótó ársins í titilvörn sinni en það dugði ekki til eins og áður sagði.
Úrslit í öðrum flokkum
MX-2
- Eyþór Reynisson
- Heiðar Grétarsson
- Viktor Guðbergsson Íslandsmeistari
85cc flokkur
- Guðmundur Kort Íslandsmeistari
- Guðbjartur Magnússon
- Haraldur Örn Haraldsson
85 flokkur kvenna
- Guðfinna Gróa Pétursdóttir
- Ásdís Elva Kjartansdóttir Íslandsmeistari
Opinn kvennaflokkur
- Karen Arnardóttir
- Aníta Hauksdóttir Íslandsmeistari
- Sandra Júlíusdóttir
B-flokkur
- Pétur Haukur Loftsson
- Unnar Sveinn Helgason
- Ástþór Reynir Guðmundsson Íslandsmeistari
B-flokkur 40+
- Haukur Þorsteinsson Íslandsmeistari
- Sigurður Hjartar
- Hrafnkell Sigtryggsson
MX-Unglingaflokkur
- Hákon Andrason
- Björgvin Jónsson
- Bjarki Sigurðsson Íslandsmeistari
Nánari úrslit hér