Bandaríkjamenn hafa unnið Motocross of Nations oftast allra þjóða og oftast verið með feykilega sterkt lið. Að þessu sinni eru tveir ungir nýliðar í liðinu enda hefur verið talsvert um meiðsli hjá toppökumönnum í sumar. Ivan Tedesco er sá eini sem hefur áður keppt í keppninni en hann tók þátt 2005 og 2006. Nýju ökumennirnir eru Jake Weimar og Ryan Dungey. Dungey mun keppa í MX1 á 450cc hjóli en hann leiðir nú ameríkukeppnina í 250cc flokki.
Fróðlegt verður að sjá hvort ungu strákarnir þoli álagið.