
Myndir af 2010 árgerðinni af TM Racing hjólunum voru að berast vefnum. Hjólið kemur með nýja bremsudiska, fótstig, grafík, HGS pústkerfi á MX hjólunum og svo auðvitað með álstelli sem hefur verið á hjólunum frá 2008. Verðið frá verksmiðjunni hefur lækkað frá því í fyrra og ætti því hjólið að vera samkeppnishæft hér á landi en þau verða fáanleg í næsta mánuði.