Russ Ehnes, framkvæmdastjóri National off-highway vehicle Conservation council (NOHVCC), er á leiðinni til íslands. Russ kemur til landsins 25. sept og verður hér fram til 30. sept. Tilgangurinn með komu Russ til Íslands er að funda með öllum þeim sem hafa með málefni okkar að gera og öllum þeim starfs- og vinnuhópum sem koma að skiplagsmálum slóða og vega. Einnig verður blásið til fundar með öðrum aðilum, eins og sveitarfélögum o.fl. Nánari upplýsingar um samtökin má finna á heimsíðunni þeirra, www.nohvcc.org .
Russ kemur til með að hjóla með Slóðavinum í Lakaferðinni og strax eftir helgina verður fundað með samgönguráðuneyti, umhverfisráðuneyti og tveimur vinnuhópum hjá Umhverfisstofnun. Jafnframt verður opinn fundur fyrir alla áhugasama sem vilja kynna sér hvernig unnið er að slóðamálum í USA. Nánar auglýst síðar.
Til að fjármagna heimsóknina hefur verið leitað eftir frjálsum fjárframlögum. Áætlað hefur verið að kostnaður við heimsóknina sé á bilinu 250-300þúsund krónur þegar allt verður tekið með í reikninginn (prentkostnaður, flugfar, fæði, bensín á mótorhjólið, gisting o.fl.). Búið er að hafa samband við mörg fyrirtæki og félagssamtök sem tengjast sportinu. Þegar þetta er skrifað eru komnar 65.000kr. í verkefnið (JHM-sport, AMG aukaraf og Slóðavinir). Þeir sem hafa áhuga á að leggja verkefninu lið er bent á reikning Slóðavina (kt. 710108-1290 , 1130-26-710).
Hér eru meiri upplýsingar um Russ
Frétt tekin af slodavinir.org