
Einn sigursælasti mótorhjólamaður Íslandssögunnar, Einar S. Sigurðarson, keppti í sinni fyrstu rallykeppni um síðustu helgi. Hann gerði sér lítið fyrir og sigraði í keppninni ásamt aðstoðarökumanni sínum Ísaki Guðjónssyni sem stundum er kallaður „kóari Íslands“. Við hjá motocross.is vorum pínu hræddir um að Einar myndi hætta í mótohjólasportinu og einbeita sér að fjórhjólafarartækjum en hann keppti einmitt á fjórhjóli á LEX-Games um daginn og endaði öllum að óvöru í öðru sæti. Eina leiðin til fá niðurstöðu í málið var að hringja í kappann.
Einar hvað er málið? Ertu hættur að hjóla og farinn á fullu í fjórhjóla og bílasportið?
Haha, nei alls ekki. Ég hætti aldrei að hjóla.
En hvað með þessa rallkeppni, hvernig stóð á því?