Okkur voru að berast þær fréttir frá Ítalíu að allt gengur vel. Strákarnir okkar æfðu í gær í Mantoya og keyrðu þrjú 30 mínútna moto og ekkert var slegið af. Aron náði reyndar að slátra afturgjörð en nýrri var reddað í morgun. Í dag er 31 stigs hiti og eru þeir í Cremona og þegar þetta er ritað eru strákarnir að fara í þriðja 30 mínútna motoið. Þetta eru búnar að vera stífar æfingar og strákarnir svitna hressilega við að bæta sig jafnt og þétt. Nóg er af hjólafólki á svæðinu og hafa t.d. norðmenn og svíar verið að æfa í sömu brautum og okkar menn.
Í kvöld fara keppendurnir svo til Franciacorta þar sem keppnin fer fram um helgina.
Áfram ísland