Vinnukvöld í slóðakerfinu í gær.

Við þökkum þeim sem mættu til að vinna við slóðakerfið í gærkvöldi. Þó að það væru ekki margir sem mættu þá voru þeir 10-12 manns hörkudugleg-ir og skiluðu frábærri vinnu. Það var hreinsað mikið af steinum, stikum og borðadrasli vítt og breytt um svæðið.

Það lá samt við að það þyrfti að hringja á vælubílinn fyrir mig í upphafi þar sem kl 18:15 voru einungis 2 komnir á svæði til að vinna. En úr því rættist, ég átti samt von á mun fleyrum á vinnukvöldið þar sem margir vilja hafa slóðakerfið okkar í góðu ástandi. En svona er það nú bara.

Einhverjum slóðum var lokað í gærkvöldi og það þýðir að þeir slóðar eru LOKAÐIR, virðið það.

Stjórnin.

Ein hugrenning um “Vinnukvöld í slóðakerfinu í gær.”

  1. Miðað við enduróið á Akureyri þá fannst mér nú slóðarnir við Bölaöldu bara einsog þjóðvegur 1 😉

Skildu eftir svar