Aðalfundur Slóðavina á morgun

FUS_logo.JPGÁ morgun þriðjudag, 27. október, heldur Ferða og útivistarfélagið Slóðavinir sinn árlega aðalfund. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, en eftir fundinn verða þrjár stuttar kynningar (sjá nánar hér að neðan). Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins og því mikilvægt að félagsfólk mæti og láti skoðanir sýnar í ljós. Um þessar mundir eru blikur á lofti varðandi aðkomu ferðafólks að mikilvægum málefnum sem snerta ferðafrelsi og skipulagsmál og því einboðið að á komandi misserum þurfa hagsmunasamtök ferðafólks að láta til sín taka. Aðalfundur er því kjörið tækifæri fyrir félagsfólk til að koma skoðunum sínum á framfæri við kjörna fulltrúa félagsins og aðstoða við að móta starfið sem er framundan.

Aðalfundur 2009

Aðalfundur Ferða og útivistarfélagsins Slóðavina verður haldinn þriðjudagskvöldið 27. október í Bændahöllinni (Hótel Saga). Gengið er inn til móts við Þjóðarbókhlöðunni (norðurendi), lyftan tekin upp á 3.hæð og þá er salurinn á hægri hönd.

Fundurinn hefst kl. 20:00, í lok fundar er boðið upp á kaffiveitingar. Eftir kaffihlé verður fluttar þrjár stuttar kynningar.

Dagskrá:

  1. Setning fundar og dagskrá kynnt.
  2. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  3. Skýrsla stjórnar
  4. Umræða um skýrslu stjórnar
  5. Skoðaðir reikningar lagðir fram og skýrðir.
  6. Umræða um reikninga og þeir bornir upp til samþykktar.
  7. Skýrsla nefnda – tölvunefnd greinir frá vinnu sinni eftir kaffihlé.
  8. Tillögur/lagabreytinga – Engar lagabreytingar hafa borist.
  9. Kjör stjórnar og varamanna.
  10. Skv. 5. grein laganna: „Ár hvert skal formaður kosinn sérstaklega til eins árs. Auk þess skulu kosnir tveir meðstjórnendur til tveggja ára. Kjósa skal einn varamann fyrir hverja tvo meðstjórnendur sem kosnir eru á sama aðalfundi.“

  11. Kjör tveggja skoðunarmanna.
  12. Önnur mál.
  13. Fundarslit

Rétt til setu á aðalfundi hafa einungis þeir sem hafa staðið full skil á gjöldum til félagsins [3.gr. laganna].

Dagskrá eftir kaffihlé

Styrkur til góðra verka – Í sumar styrkti félagið tvö verkefni til góðra verka. Styrkþegar kynna verkefni sín á fundinum. Annars vegar styrkti félagið ferðalag Jóns Gunnars Benjamínssonar sem fór á fjórhjóli þvert yfir hálendi Íslands. Jón Gunnar er lamaður eftir slys og var ferðin m.a. farin til að vekja athygli á aðgengismálum fatlaðra á hálendinu. Hins vegar fékk Hjörtur L. Jónsson styrk til að koma af stað fjölskyldubraut fyrir mótorhjól í landi Hofs í Vatnsdal. Á Hofi er rekin ferðaþjónusta og var verkefnið hluti af tilraun til að auka þjónustu við mótorhjólafólk.

Ferlar á vefnum. Frá því í vor hafa nokkrir framkvæmdaglaðir Slóðavinir unnið að gerð heimasíðu sem hefur það hlutverk að miðla upplýsingum um staðsetningu og gerð slóða. Á fundinum verður verkefnið kynnt.

Félagar eru hvattir til að mæta

Lög félagsins má nálgast á heimasíðu félagsins, www.slodavinir.org

Skildu eftir svar