Bandaríkjamenn unnu MXoN í fimmta sinn í röð og í tuttugasta skipti alls nú í dag. Mikil spenna var fyrir síðasta motoið þar sem Frakkar, Bandaríkjamenn og Ítalir áttu mesta möguleika, en óhöpp á startkaflanum og í þriðju beygju eyðilögðu vonir evrópubúanna.
Bandaríkjamenn sendu aðeins einn reyndan kappa í keppnina og svo tvo táninga en það kom ekki að sök, þeir keyrðu jafnast og hlutu 22 stig en Frakkar fengu 30 stig, Belgar urðu þriðju með 39 stig.
Roger DeCoster liðstjóri USA lyfti því Chamberlain bikarnum í tuttugasta sinn í dag, en hann hefur verið liðstjóri síðustu 25 ár eða svo.
Næsta keppni verður í Denver, Colorado í Bandaríkjunum eftir nákvæmlega eitt ár.