Bolaöldubraut

Það var tekin vetvangsskoðun í Bolaöldum í morgun. 7. stiga hiti var á svæðinu og það kom á óvart að vindurinn var ekki að flýta sér eins mikið þarna uppfrá eins og hér í byggð. Brautin er í ótrúlega góðu standi miðað við árstíma, það er minna af snjó í brautinni en var um síðustu helgi. Einungis smá snjóspýjur hér og þar í brautinni sem ætti að hverfa við smá hjólerí.

Að sjálfsögðu biðjum við fólk um að fara varlega fyrstu hringina.

Þeir sem ekki eru með árskort!!! Muna eftir að kaupa miða í brautina.

Stjórnin

Skildu eftir svar