Foreldrar!!! Börnin eru á ykkar ábyrgð.

Enn og aftur kom upp tilfelli í Bolaöldu þar sem barn fer í stóru brautina og hefur hvorki kunnáttu né færni í að hjóla þar. Það eru þrjár brautir á svæðinu. Ein er fyrir algjöra byrjendur og börn á litlum hjólum, ein er fyrir 60 – 150cc barna og unglinga hjól, þar geta byrjendur á stærri hjólunum líka farið og síðast en ekki síst er stóra brautin fyrir stóru hjólin og þá sem eru vanir á 85cc og 150cc hjólunum.

Vefnum barst þessi ábending eftir helgina.

„Hæ, það mætti benda á að það þurfi að merkja betur hver akstursstefnan er i brautinni og minna à að foreldrar eiga ekki að hleypa òvönum ökum að keyra þarna, það munaði engu að það yrði stòrslys à palli þar sem ungur ökumaður á crf 230 eða 150 sneri öfugt í brautinni mv akstursstefnu“ kv Robbi #69″

Foreldrar!!!! Leyfið börnum ykkar ekki að fara í stóru brautina ef þau hafa ekki getu til þess. Það getur orðið stórslys ef þau lenda fyrir hraðari ökumönnum á stóru hjólunum. Látið börnin hjóla í viðeigandi braut. Það er á ykkar ábyrgð hvað börnin eru að gera á hjólunum.

Stjórnin.

Skildu eftir svar