Íslenska landsliðið í motocrossi lenti í 11.sæti í B-úrslitum á Motocross of Nations í dag. Það voru 36 þjóðir sem kepptu á leikunum og því var lokaniðurstaðan 30.sæti.
Aron Ómarsson náði bestum árangri íslenska liðsins en hann endaði í 22.sæti af 39 keppendum í B-úrslitunum. Viktor Guðbergsson varð í 24.sæti og Gunnlaugur Karlsson var í 27.sæti en hann datt snemma í keppninni og vann sig vel upp.
Nánari lýsingar frá keppninni og myndir koma hér á vefinn síðar í dag.
Við minnum á beinu útsendinguna sem fer fram hér af A-úrslitunum.
Ágætis árangur hjá strákunum. Allt í lagi að nefna það við alla þá sem gagnrýndu valið á viktori að hann var yfir allt mótið að keyra mun hraðar en Gulli, hvort sem það var á æfingum, í tímatöku eða í sjálfu mótinu þannig að það er ekki hægt að segja að hann hafi verið slæmt val í hópinn.
Já þetta var flott hjá þeim og örugglega ágæt viðbót í reynslubankann. En varðandi Viktor þá var hann ekki valinn í liðið, hann vann sér sæti, það er enginn valinn í liðið samkvæmt þeim reglum sem eru í gangi
Flott strákar. Er það ekki 29.sætið næst?
Í ár var fjoldamet keppenda a mxon, 37 lid skrad til leiks. Vid endudum i 30.saeti af 37 og settum thar med 7 thjodir fyrir aftan okkur, sem eg bjost ekki vid ad vid myndum gera. Thetta lid nadi mjog vel saman, baedi a aefignum og i keppninni. Vid keyrdum allir fanta vel, vid hefdum ekki getad verid i betra formi. Svo er thad bara A-final a naesta ari!