Bryndís Einarsdóttir og Bjarki Sigurðsson voru um helgina valin akstursíþróttamenn ársins af Mótorhjóla- og snjósleðasambandi Íslands. Bryndís náði góðum árangri í sumar á alþjóðavettvangi en hún endaði í 9.sæti í sænska meistaramótinu og í 31.sæti í Heimsmeistarakeppninni með 10 stig. Bjarki náði frábærum árangri i í þremur greinum í sumar sem endaði með titli í þeim öllum; snjócrossi, motocrossi og enduro. Bæði eru þau fyrirmyndar íþróttamenn jafnt innan brautar sem utan.
Þau sem tilnefnd voru sem akstursíþróttamenn ársins eru:
Tilnefnd:
- Aníta Hauksdóttir, Íslandsmeistari MX kvenna 2009
- Signý Stefánsdóttir, Íslandsmeistari í Ískross kvenna, 36.sæti í heimsmeistaramótinu
- Aron Ómarsson, Íslandsmeistari í MX-Open og landsliðsmaður
- Eyþór Reynisson, yngsti keppandi í Íslandsmóti til að vinna MX-Open keppni
- Kári Jónsson, Íslandsmeistari í Enduro, 5.sæti í MX-Open.
Fyrsti heiðursfélagi MSÍ
Ragnar Ingi Stefánsson var valinn fyrsti heiðursfélagi MSÍ á uppskeruhátíðinni, en um þessar mundir eru rétt 30 ár síðan hann hóf sinn glæsilega keppnisferil sem enn stendur yfir. Ragnar Ingi sem nú er 45 ára gamall vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil árið 1989 og alls eru þeir orðnir 9 talsins í motocrossi auk margra annara afreka. Ragnar Ingi var í 8.sæti í Íslandsmótinu í ár.
Nýliðar ársins einnig valdir
Ingvi Björn Birgisson var valinn nýliði ársins í Enduro og Guðbjartur Magnússon nýliði ársins í Moto-Cross. Andrea Dögg Kjartansdóttir var valinn nýliði ársins í kvennaflokki.
Myndir fengnar að láni hjá motosport.is
Hvað eru þau eiginlega gömul? 16?
En annars til hamingju með þetta öll.