
Framkvæmdir eru hafnar við sérstaka fjórhjólabraut sem staðsett er nálægt motocrossbrautinni í Sólbrekku. Það er Fjórhjólaklúbbur Reykjaness sem nýlega varð að sérstakri deild innan VÍR sem stendur fyrir framkvæmdinni.
Fyrsta skóflustungan var tekin í vikunni og stórtækar vinnuvélar eru á staðnum við framkvæmdir. Fjórhjólamenning hefur lengi verið öflug á Reykjanesinu og loks er langþráður draumur orðinn að veruleika.
Sjá frétt og myndir á vir.is