Þar sem veðurguðunum fannst nóg um allt það góða hjólaveður sem okkur hefur verið boðið uppá undanfarið þá tókur þeir á það ráð að skella yfir okkur frosti, funa og snjó til að sjá hvort að ekki myndi slá eitthvað á hjólagleðina. En að sjálfsögðu látum við hjólafólk ekki neitt svoleiðis á okkur fá. Í gær, Laugardag, var víst satti af fólki að tæta og trylla í Þorlákshöfn, bæði í cross og enduró og höf’u allir gaman af.
Að sjálfsögðu erum við hjólafólk tilbúin fyrir allar veðuraðstæður og voru einhverjir klárir með nagla og skrúfudekk undir tuggurnar í dag. Ég skellti mér upp á Hvaleyrarvatn til að sjá hvort að það væri fjör þar, en eitthvað var ég seinn því allir voru farnir af svæðinu þó var auðséð að einhverjir höfðuverið þar að taka á tuggunum. Einnig kíkti ég við uppá Leirtjörn en það virðist sem að allt vatn vanti þar og skaga bara malarhaugar uppúr vítt og breytt um pollinn.
Drullumallarsprikklarar eru á fullum krafti að æfa sig fyrir næsta tímabil, góður hópur hefur verið að taka vel á því undir harðri stjórn fimleikakennara í Ármannsheimilinu. Það er þvílíkur krafturinn í þeim hóp að allir þar hafa bætt sig gríðarlega og má búast við þeim í feiknarformi á næsta tímabili.
Það voru teknar nokkra myndir af þessu flotta hóp í vikunni
SJÁ MYNDIR HÉR Einnig, í mínum kvikindisskap, tók ég upp videó á æfingunni SJÁ HÉR OG HÉR
Um komandi helgi verður svakalega spennandi Endurocross mót í reiðhöllinni. Heyrst hefur að þáttakan sé frábær þar. Meira að segja svo góð að það megi gera ráð fyri því að einhverjum verði meinuð þáttaka. Guggi og fleirri frábærir kappar hafa verið að undirbúa þetta undanfarnar vikur og ég veit að þetta verður frábær skemmtun.
Nú er um að gera að allir taki frá Laugardaginn 5. Des og mæti í Reiðhöllina til að sjá þessa frábæru uppákomu. Nú eða að taka bara þátt og vera hluti af fjörinu.